

Farsæld
húmanískt lífsskoðunarfélag
Velkomin!
15. 01. 2026
Dagskrá Farsældar
Allir viðburðir eru í Hafnarstræti 5, 3. hæð, nema ef annað er tekið fram. Annað hvort viðburðirnir í Akademíusalnum eða Bókastofu ReykjavíkurAkademíunnar. Skrifstofa Farsældar er í sama húsnæði. Athugið að breytingar geta orðið á dagsetningum viðburða.
Næstu viðburðir
----------------------------------------------
Vordagskrá Farsældar
Helstu liðir
- Darwin dagurinn 12. febrúar
- Erindi og umræður um aðferð samræðunnar í kennslu - 24. febrúar
- Aðalfundur: Sun. 15. mars kl. 13:00. Þakkarhátíð félagsins.
- Gervigreindarfössari - fjörugar umræður um gervigreind fös. 20. og 27. mars
- Málstofa í apríl: Viðurkenningar veittar í ritgerðarsamkeppninni Heilabrotið
- Maí: Farsæld sem markmið í kennslu - stutt málþing
- Kynningar- og félagsfundur. Hugmyndafræði og samfélag
- Fræðslukvöld um húmanisma
- Júní: Alþjóðadagur húmanista 21. júní
Annað:
Hlaðvörp - Málfundur um meðferð á dýrum -Áhrif bókstafstrúar á frið og ófrið Sendið okkur endilega línu ef þið hafið spurningar um félagið eða dagsskrá þess. Hægt er að skrá sig í félagið á skráningarsíðunni.
Fyrri viðburðir Kynningarvika dagana 9. - 16. október - Opnun Fb-síðu Farsældar - Opin umfjöllun um félagið á Fb og grein - Kynningarfundur Farsældar þri. 14. okt. kl 17:00 - 18:15, - Viðtal við formannn Farsældar - sjá hér --------------------------------------------- Mán. 20. okt. (17:00 - 18:30) - Málfundur: Mannkostamenntun og gagnrýnin hugsun - dags. tilkynnt síðar. Fim. 23. okt. (17:00 – 18:30) Málfundur - Siðferðileg ábyrgð á eigin heilsu - heilsa og íþróttir. Er það siðferðilega ábyrgt að selja áfengi á íþróttaviðburðum? Árni Guðmundsson, Agnar Már Jónsson og Svanur Sigurbjörnsson Helgina 24. – 26. okt. (háð lágmarksþátttöku (7), skráning) Námskeið í húmanískri heimspeki og siðfræði - Fös. 15:00-17:00, Lau. 9:30 –12:00 og Sun. 9:30 –12:00 Mið. 12. nóv. (17:00 – 18:30) Umræðuhringur - hvað liggur okkur á hjarta? Miðv. 19. nóv. (17:00 – 18:30) - Málfundur: Dánaraðstoð - hvernig gætu góð lög um hana litið út? Miðv. 10. des. - Umræðuhringur – Bíó, bækur og betra líf - færist yfir áramót Fært til vors: - Málfundur: Mannkostamenntun og gagnrýnin hugsun
Vetrarsólstöður - húmanísk hátíð
Húmanískar hugsanir um merkingu vetrarsólstaða
21.12.25
Svanur Sigurbjörnsson
Víða um heim er merking lögð í hin árlegu tímamót sólstöðu - á norðurhveli jarðar sem vetrarsólstöður þann 21. desember ár hvert. Hér hugar Svanur, formaður Farsældar, að því hvaða merkingu þær geta haft í huga húmanista.
Fyrsta athöfnin undir athafnarstjórn frá Farsæld
Tímamót hjá Farsæld - fyrsta athöfnin
19.12.25
Stjórn Farsældar
Þann 17. desember fór fram fyrsta athöfnin sem athafnarstjóri frá Farsæld stýrði. Það var húmanísk útför. Athafnarstjórar Farsældar eru allir reynslumiklir og taka að sér nafngjafir, giftingar og útfarir sem fara fram í samræmi við húmaníska lífsskoðun. Nánari upplýsingar má sjá á síðunum hér um athafnir félagsins og grundvallandi hugmyndir.
Sigurður Ólafsson - nýr athafnarstjóri Farsældar á Suðausturlandi og Akureyri
Liðsauki í athafnaþjónustu félagsins
13.12.25
Stjórn Farsældar
Sigurður Ólafsson, reyndur athafnarstjóri á Suðausturlandi og Akureyri hefur komið til liðs við athafnaþjónustu Farsældar. Félagið býður hann velkominn til starfa.
Spjallfundur um dánaraðstoð: Hvernig gætu góð lög um hana litið út?
Hvað ef ekki lengur hvort heldur hvernig?
17.11.25
Stjórn Farsældar
Spjallfundur í beinni útsendingu á Zoom auk mætingu á staðinn
Miðv. 19. nóv. kl. 17:00 - 18:30. Akademíusalnum, 3. hæð, Hafnarstræti 5,
Mikilvægur hluti siðferðilegs réttmætis þess að lögleiða valkvæma dánaraðstoð er að lagaramminn sé skynsamlegur og í honum sé gætt að fjölmörgum mikilvægum atriðum varðandi mat og framkvæmd. Fyrir rúmu ári síðan lagði þingflokkur fram frumvarp til laga um dánaraðstoð. Í ljósi efnis þessa frumvarps og þeirra hugmynda sem eru uppi um hvar eigi að setja mörkin varðandi veitingu dánaraðstoðar, ætlum við að ræða málið.
NÝTT! Umræðurhringur - Hvað liggur þér á hjarta?
Heimspekileg nálgun umræðna um það sem manni liggur á hjarta
7.11.25
Stjórn Farsældar
Miðvikudaginn 12. nóv. kl. 17:00 – 18:30 í Bókastofu RA, Hafnarstræði 5, Rvk.
Umsjón: Unnur Hjaltadóttir, BA heimspeki.
Hvað böggar mann? Greinum við skýrt frá því? Hvaða málefni í samfélaginu finnst manni að það þurfi að ræða nánar? Hvað halda aðrir um það sem ég er að hugsa? Hvað einkennir málefnalegar umræður af þessu tagi? Hvernig tekur maður mótrökum?
Hvernig væri að ræða það í vinalegu umhverfi og heimspekilegri nálgun? Tækifæri til þess fæst með því að prufa Umræðuhring Farsældar – Hvað liggur þér á hjarta?
Óskað er eftir skráningu (ekki nauðsyn) en þátttaka er ókeypis.
ATH! Skráðir þátttakendur sem komast ekki á staðinn geta fengið sendan zoom-hlekk fyrir fjarþátttöku.




